Villuskilaboð

í Sjónvarp

„Læst stöð“

Stöð, sem þú telur að eigi að vera opin á myndlyklinum, er það ekki.
1. Prófaðu að endurræsa myndlykilinn með því að taka hann úr sambandi við rafmagn. Bíddu í nokkrar mínútur. Stingdu honum síðan aftur í samband.
2. Bíddu þar til Símamyndin hverfur af skjánum og rautt ljós birtist á myndlyklinum. Kveiktu þá með fjarstýringunni.
3. Ef þú ert með myndlykil með snjallkorti og þetta virkar ekki prófaðu þá að slökkva á myndlyklinum með efsta takkanum á fjarstýringunni, taka snjallkortið úr honum og þurrka af gyllta fletinum (örgjörvanum) með hreinum klút. Settu svo kortið aftur í og kveiktu á myndlyklinum.
4. Ef ekkert af þessu virkar skaltu hafa samband við sjónvarpsstöðina sem selur áskriftina og ganga úr skugga um að hún eigi að vera opin.

„Efni ekki tiltækt“

1. Endurræstu myndlykilinn með því að taka hann úr sambandi við rafmagn.
2. Bíddu í nokkrar mínútur. Settu hann svo aftur í samband.
3. Bíddu þar til Símamyndin hverfur af skjánum og rautt ljós birtist á myndlyklinum. Kveiktu þá með fjarstýringunni. Reyndu því næst að leigja myndina aftur.

„Myndlykill nær ekki sambandi við þjónustu“

Þessi villuskilaboð gefur til kynna að myndlykillinn hafi ekki náð sambandi við miðlægt útsendingarkerfi og geta verið nokkrar ástæður fyrir því.
a. Ef ADSL eða Ljósnets-samband er virkt (grænt ljós á að loga stöðugt við „DSL eða Broadband merkingu á beini) og myndlykillinn er tengdur í tengi 4 á beininum (ef þetta er aukalykill þá tengist hann í hólf 3), ætti að vera nóg að taka myndlykilinn úr sambandi við rafmagn og setja hann síðan aftur í samband.
b. Ef villuskilaboðin hverfa ekki af skjánum, prófaðu þá að slökkva á beininum og taka hann úr sambandi við rafmagn, bíða í 30 sekúndur og stinga aftur í samband og kveikja á honum. Þegar DSL- eða Broadband ljósið á beininum er orðið grænt og stöðugt þá þarf að taka myndlykilinn úr sambandi við rafmagn og stinga síðan aftur í samband.

„Network error“

1. Ef skilaboðin „Network error“ birtast skaltu athuga í hvaða hólfi á beini snúran frá myndlyklinum er tengd. Hún á að vera í hólfi 4 (hólf 3 aukamyndlykill).
2. Ef tengingin er rétt þá skaltu prófa að ýta við snúrunni og festa hana betur (bæði í myndlykli og beini).

„Snjallkort vantar/ólæsilegt“

Á eldri myndlyklinum
1. Kortið er undir myndlyklinum og gyllti flöturinn snýr að myndlyklinum.
2. Prófaðu að taka kortið út og renna því aftur í raufina.
3. Endurræstu myndlykilinn ef villuskilaboðin hverfa ekki af skjánum.
Á HD myndlyklinum
1. Kortinu er stungið inn í rauf að framan. Það stendur u.þ.b. einn sentimetra út úr myndlyklinum.
2. Prófaðu að taka kortið út og setja það aftur inn. Passaðu að kortið snúi rétt. Gyllti flöturinn snýr upp og fer fyrst inn í myndlykilinn.
3. Endurræstu myndlykilinn ef villuskilaboðin hverfa ekki af skjánum.
4. Ef myndlykillinn kemur oft með þessi villuskilaboð er margt sem bendir til þess að spennubreytirinn sé orðinn lélegur. Hægt er að skipta spennubreytinum út í verslun Símans eða hjá samstarfsaðilum.

„Truflun á myndveituþjónustu“

Skilaboðin „Truflun á myndveituþjónustu“ geta komið upp við uppsetningu nýs myndlykils. Myndlykillinn er þá ekki með nýjustu uppfærslu. Leyfðu myndlyklinum að keyra uppfærsluna og kveiktu síðan á honum með fjarstýringu. Ef það dugar ekki til slökktu þá á beininum og taktu hann úr sambandi við rafmagn, bíddu í 30 sekúndur, stingdu aftur í samband og kveiktu á honum. Þegar DSL- eða Broadband ljósið á beininum er orðið grænt og stöðugt þarf að taka myndlykilinn úr sambandi við rafmagn og stinga síðan aftur í samband. Taktu myndlykilinn úr sambandi við rafmagn, bíddu í 30 sekúndur og settu aftur í samband.

„Villa í myndlykli“

Þegar þessi villuskilaboð koma upp bendir það yfirleitt til miðlægrar bilunar. Byrjaðu á að prófa að slökkva á beininum og taka hann úr sambandi við rafmagn, bíddu í 30 sekúndur, stingdu aftur í samband og kveiktu á honum. Þegar DSL- eða Broadband ljósið á beininum er orðið grænt og stöðugt þarf að taka myndlykilinn úr sambandi við rafmagn og stinga síðan aftur í samband.

„vur/vcr“ stendur á skjánum á myndlyklinum

Þessi villa kemur upp á skjáinn á HD myndlyklinum (ekki á sjónvarpsskjánum) Villan kemur upp ef myndlykill er rangt tengdur
Þessi tenging er röng:
1. myndlykill -> SCART (TV) -> video -> SCART -> sjónvarp
2. myndlykill -> SCART (VCR) -> videotæki / DVD án upptökumöguleika
Rétt tenging er:
1. myndlykill -> SCART (TV) -> sjónvarp
2. myndlykill -> SCART (VCR) -> videotæki / DVD með upptökumöguleika