Uppsetning á myndlykli

í Sjónvarp

Staðsetning myndlykils

Best er að staðsetja myndlykil sem næst sjónvarpi. Þar sem myndlykillinn tengist við beini (router) er mælt með því að hafa beininn sem næst myndlyklinum. Ef myndlykill er langt frá beini er betra að hafa lengri netkapal á milli beinis og myndlykils í staðinn fyrir að nota langa símasnúru frá beini í símatengil. Æskilegt er að símasnúra í beini sé ekki lengri en 2 metrar. Hægt er að kaupa þráðlaust heimatengi til að losna við snúrurnar.

Tenging myndlykils

Byrjaðu á að staðsetja myndlykilinn nálægt sjónvarpstækinu þínu. Ef þú ert með myndlykil með snjallkorti, setur þú snjallkortið í raufina framan á myndlyklinum og gætir þess að það snúi rétt.

1. Tengdu netsnúru frá myndlykli (tengi númer 6) í port 4 á beini.
2. Tengdu HDMI snúruna sem fylgdi í pakkanum frá HDMI á myndlykli (tengi númer 5) yfir í HDMI í sjónvarpi. Ef sjónvarpið þitt er ekki með HDMI er hægt að skipta HDMI snúrunni í SCART snúru í næstu verslun Símans.
3. Næst er myndlykillinn tengdur við rafmagn (tengi númer 4).

Kveikt á myndlykli

Stingdu myndlykli í samband við rafmagn, myndlykill keyrir sig upp og fer svo á „stand-by“. Kveiktu á myndlyklinum með fjarstýringunni og fylgdu leiðbeiningunum sem birtast á skjánum.

Þegar kveikt er á myndlykli eftir að hann hefur verið tengdur við rafmagn fer hann sjálfkrafa á rás 0 sem er kynningarrás fyrir SkjáBíó. Þá snýst hringur efst uppi í hægra horninu á sjónvarpsskjánum. Athugaðu að ekki er hægt að skipta um sjónvarpsrás fyrr en að hringurinn hættir að snúast.