Hvernig sendi ég 3G og MMS stillingar í símann?

í Farsími

Stillingar fyrir GSM: https://www.tal.is/farsimi/stillingar/

Þú getur fengið sendar stillingar fyrir MMS, streymi og Internetið hér að ofan. Smelltu þar á GSM stillingar fyrir símkort. Síðan slærðu inn símanúmerið þitt, staðfestir það með lykilorði sem berst í símann, staðfestir hvernig síma þú ert með og ýtir svo á Senda. Þá berast stillingarnar í símann þinn. Eftir að stillingar hafa verið mótteknar og vistaðar í símanum þá þarf að endurræsa símtæki (slökkva og kveikja á því) til að virkja stillingarnar.

Ef að stillingarnar sendast ekki eða duga ekki til að virkja netsamband eða MMS virkni þá er einnig hægt að fara eftir handvirkum stillingum hér að ofan eða hafa samband við þjónustuver okkar í síma 1817.