Hvað er Ljósleiðari?

í Internet

Ljósleiðari (fibre optic communication) er hraðasta gagnaflutningsleiðin í boði í dag fyrir sjónvarpsefni, Internettengingu og símtöl. Gögnin eru flutt með ljósleiðara alla leið inn á heimili og þarf sérstakan endabúnað þar. Ljósleiðari er besta tengingin til að miðla háskerpusjónvarpi og getur hvert heimili notað fleiri en einn myndlykil, myndleigu og fjölda sjónvarpsrása án þess að dragi úr hraða Internetsambands. Ljósleiðari er hraðasta nettengingin í boði og ólíkt ADSL og Ljósneti býður hann upp á sama hraða á niðurhali og upphali. Hjá Tali bjóðum við upp á allt að 100Mbit/s hraða á upp- og niðurhali á ljósleiðaratengingu.