Hvað er ADSL?

í Internet

ADSL (Asymmetric Digital Subscriber Line) er tækni sem nýtir hefðbundnar símalínur úr kopar til háhraðagagnaflutnings til dæmis fyrir Internet og sjónvarpsefni. Með ADSL geta viðskiptavinir verið sítengdir neti og sjónvarpi, auk þess að nota sömu símalínu fyrir heimasíma. Eðlilegur hraði á niðurhali á ADSL tengingu er mjög breytilegur eftir gæðum símalína en getur verið frá 1,5Mbit/s upp í 12 Mbit/s.