Hvað er ADSL smásía?

í Internet

Ef sama símalína er notuð fyrir heimasíma og ADSL Internet tengingu er ADSL smásía notuð til að losna við suð og skruðninga í heimasíma. Smásía er lítið stykki sem tengt er á milli símatengils og símtækis og hreinsar hún svokölluð ADSL hátíðnihljóð af talsímalínunni. Setja skal upp smásíu á hvern símatengil sem nota á fyrir símtæki. Smásíu skal ekki setja á milli símatengils og beinis / routers heldur er hann settur beint í samband við símainnstungu. Viðskiptavinir Tals geta fengið smásíu sér að kostnaðarlausu í verslunum Tals.