Hvað er 3G?

í Internet

3G (3rd generation mobile telecommunications) stendur fyrir þriðju kynslóðar farsímatækni sem gerir farsímanotendum kleift að fá hraðari þráðlausan gagnaflutning í símtæki sín svo lengi sem þau styðja 3G tæknina. 3G tæknin gefur fólki hraðara Internetsamband í símann og auðveldar þeim til muna að horfa á myndskeið, eiga myndsímtöl og fleira sem þarfnast mikils hraða í gagnaflutningi. Suma farsíma má nota til að tengja tölvur við Internetið um þráðlaust 3G samband. 3G netlykar, einnig oft kallaðir pungar, eru sérstaklega til þess ætlaðir að tengja tölvur þráðlaust við Internetið hvar sem er innan 3G dreifikerfisins. Eðlilegur hraði á niðurhali á 3G tengingu fer eftir styrk 3G dreifikerfisins á hverjum stað en er allt að 7,2Mbit/s.