Handvirkar Internet og MMS stillingar fyrir Android – Íslenskt stýrikerfi

í Farsími

Þrýstu á Valmyndar takkann á símtækinu.
Veldu þar Stillingar

Veldu þar Þráðlauskerfi og netkerfi / Farsímakerfi / Tjóðrun & netkerfi
Flettu niður og veldu því næst Farsímakerfi

Veldu svo Heiti Aðgangsstaða
Þá kemur auður skjár ef að síminn er nýr.
Þrýstu því næst aftur á Valmyndar takkann.
Veldu Nýtt aðgangsstaðarheiti.
Fylltu svo út eftirfarandi upplýsingar í viðeigandi reiti:

Heiti: Tal 3G

APN: internet.tal.is

Staðgengilsnetþjónn: (tómt)

Tengi: (tómt)

Nafn Notanda: (tómt)

Aðgangsorð:
(tómt)

Netþjónn: (tómt)

Reitina hérna fyrir neðan þarf einungis að breyta til að gera MMS virkt líka.

MMS- Stöð: http://mms.tal.is/servlets/mms

MMS Staðgengilsþjónn: 213.167.138.210

MMS Tengi:
8080

MMS protocol: WAP 2.0

MCC: 274

MNC: 12

Sannvottunartegund: (tómt)

APN gerð: (tómt)

Þrýstu svo á Valmyndar takkann og veldu Vista.

ATH: Til að 3G samband virki sem skyldi  þá þarf að haka í Farsímagögn / Gögn virkjuð og Gagnareiki inní Stillingar => Þráðlauskerfi og netkerfi / Farsímakerfi / Tjóðrun & netkerfi  => Farsímakerfi

Í mörgum tilfellum þarf að endurræsa símtækið (slökkva á því og kveikja aftur) eða virkja og svo afvirkja Flugham eftir að stillingar hafa verið uppsettar til að 3G netsamband virki sem skyldi.

Hægt er að finna Flugham í Stillingar => Þráðlauskerfi og netkerfi / Farsímakerfi / Tjóðrun & netkerfi.