Glatað símkort/farsími?

í Farsími

Ef símkort glatast, til dæmis ef þú týnir farsímanum þínum eða honum er stolið, skaltu láta okkur vita strax með því að Hringja í Þjónustuver í síma 1817 (opin 9-21 virka daga og 12-17 um helgar) eða koma í verslanir okkar í Grímsbæ eða á Glerártorgi.

Það er mikilvægt að þú gerir þetta án tafar því öll ábyrgð á notkun númersins liggur hjá viðskiptavini þangað til tilkynning hefur borist Tali. Þá lokum við fyrir öll símtöl úr símanum svo hann sé ekki notaður í leyfisleysi. Ef síma er stolið skaltu tilkynna það til lögreglunnar.