Get ég notað núverandi GSM símanúmer mitt hjá Tali?

í Farsími

Já, það er mjög lítið mál að flytja GSM númerið þitt yfir til Tals og það sem meira er – það kostar ekki neitt. Þú einfaldlega skráir þig í þjónustuna og Tal sér um að láta flytja símanúmerið fyrir þig. Sérstaklega skal tekið fram að óþarfi er að segja upp númerinu hjá fyrra símafélagi, það gerist sjálfkrafa þegar númerið flyst yfir.
Númeraflutningur getur tekið allt að sjö virka daga en viðskiptavinir ættu ekki að vera sambandslausir nema í örfáar mínútur þegar skiptin sjálf eiga sér stað. SMS er sent til viðskiptavina og tilkynnt hvenær númeraflutningurinn mun eiga sér stað. Það eina sem þú þarft að gera er að skipta um símkort í símanum sem þú færð sent frá okkur.