Gæði símalínu

í Sjónvarp

Lengd símalínu, þ.e. fjarlægð heimilis frá símstöð, getur haft mikil áhrif á gæði ADSL sambandsins. Stuttar símalínur eru yfirleitt betur til þess fallnar að bera sjónvarpsþjónustu, heldur en þær sem eru langar. Algengt er að símalínur sem eru lengri en 2,5 km ráði ekki við sjónvarpsþjónustu. Símalagnir inni á heimilum geta einnig haft mikil áhrif á gæði ADSL sambandsins og það hvort línan ráði við sjónvarpsþjónustu.