Af hverju er netið mitt reglulega að detta út?

í Internet

Farðu vel yfir snúrur og tengla. Gott getur verið að prófa aðra snúru og beintengja router í vegg til að útiloka að um snúru eða tenglavandamál sé að ræða. Ef fleiri en einn símatengill er í boði á heimilinu skaltu endilega prófa þá og hafa ekkert annað tengt en routerinn. Ef þetta breytir engu skaltu endilega heyra í þjónustuverinu okkar í síma 1817 og við reynum að ráða lausn á vandamáli þínu.