Sameining Tal og 365 miðla

Sameining Tals og 365 gengin í gegn.

365 miðlar ehf. og Tal hafa nú sameinast eftir að Samkeppniseftirlitið heimilaði samruna félaganna.

Til að byrja með finna viðskiptavinir ekki fyrir neinum breytingum öðrum en þeim að starfsmenn Tals og verslunin í Grímsbæ flytja í höfuðstöðvar 365 í Skaftahlíð. Mun flutningurinn fara fram á allra næstu dögum. Viðskiptavinir Tals hringja áfram í símanúmerið 1817 eða fara inn á tal.is til að nálgast upplýsingar eða þjónustu.

Ör og stöðug þróun á sér stað í fjölmiðlun. Nýja fyrirtækið sér mikil tækifæri fólgin í þessari sameiningu og að geta samnýtt reynslu og krafta þessara fyrirtækja. Til að mynda nýtist 4G farsímaþjónusta Tals að sjálfsögðu afskaplega vel í þessu samhengi, þ.e. eldsnögg netþjónusta fyrir farsíma og snjalltæki.

Á næstu vikum verður unnið að því að samþætta starfsemina með það markmiði að bjóða enn fjölbreyttari vörur og betri þjónustu. Það eru afskaplega spennandi tímar framundan og við hlökkum til að eiga hlutdeild í þeim með þér.

 

Spurningar og svör

Hvert hringi ég ef að ég þarf að hafa samband við þjónustuverið?

Viðskiptavinir Tals hringja áfram í þjónustunúmerið 1817 til að fá tæknilega aðstoð, upplýsingar um reikninga, vöruframboð og allt hitt sem að Tal hefur aðstoðað ykkur með.

Fer ég áfram inn á tal.is til að leita mér upplýsinga um þjónustuframboð, eða gera það sem ég er vanur að gera?

Já. Viðskiptavinir Tals nota áfram tal.is eins og áður.

Verður skrifstofa Tals áfram í Grímsbæ?

Nei, skrifstofa sameinað félags er flutt í höfuðstöðvar 365 í Skaftahlíð 24.

Verður verslun Tals áfram í Grímsbæ?

Nei verslun sameinað félags er fluttt í stærra húsnæði í Skaftahlíð 24. Hér getur þú séð hvar verslunin er eins og staðan er í dag.

Hvenær koma ný og spennandi tilboð frá sameinuðu fyrirtæki?

Í þessum töluðu orðum eru sérfræðingar hins sameinaða félags að vinna í að samþætta vöruframboðið og vænta má meiri frétta á næstu vikum. Nákvæm dagsetning liggur ekki fyrir en viðskiptavinir okkar munu að sjálfsögðu fá fréttirnar fyrstir.  Upplýsingar verða settar inn á tal.is ásamt því að viðskiptavinir fá sendan póst ef þeir eru með  rétt netfang í póstlistanum okkar. Hér getur þú skráð þig til að missa ekki af neinu.