Sameinað félag og breyting á verðskrá

Þann 1. febrúar 2015 mun Tal breyta verðskrá sem má kynna sér nánar hér.

Spennandi tímamót hafa einkennt undanfarnar vikur og má þar helst nefna sameiningu Tals og 365. Mikið kapp er lagt á að viðhalda háu þjónustustigi í fylgjandi breytingum og hvetjum við viðskiptavini Tals til að hafa samband við þjónustuver okkar ef spurningar vakna í síma 1817 eða í verslun okkar að Skaftahlíð 24.

Á næstu vikum verða kynntar nýjar, flottar, þjónustuleiðir sameinaðs félags. Við hvetjum viðskiptavini okkar eindregið að fylgjast vel með komandi breytingum og spennandi tilboðum.